Volt hættir 2022 Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2017 10:08 Chevrolet Volt. Chevrolet mun að öllum líkindum hætta smíði Volt bílsins árið 2022 ef marka má síðustu fréttir frá herbúðum Chevrolet. Í staðinn hyggst Chevrolet einbeita sér að smíði hreinræktaðra rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla og þá helst í formi jepplinga og fjölnotabíla. Heyrst hefur að General Motors, móðurfyrirtæki Chevrolet áformi að hætta smíði einna 6 bílgerða við enda þessa áratugar en í staðinn kynna 20 nýja gerðir bíla knúna áfram að rafmagni að fullu leiti eða að hluta fram til ársins 2023. Ekki er hægt að segja að sala Chevrolet Volt sé afleit en hann seldist í 25.000 eintökum í fyrra og hefur selst í meira en 18.000 eintökum á fyrstu 11 mánuðum ársins í ár. Á næstu 12 til 18 mánuðum ætlar General Motors að kynna tvo nýja rafmagnsbíla í viðbót við hinn nýlega rafmagnsbíl Chevrolet Bolt og verður smíði þeirra byggð á góðri reynslu Bolt bílsins. Þó svo rafmagnsbílar seljist hlutfallslega í miklu minna mæli í Bandaríkjunum en í Evrópu, Japan og Kína virðast bandarískir bílaframleiðendur ekki ætla að missa alveg af lestinni við að tryggja framboð þeirra vestanhafs. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent
Chevrolet mun að öllum líkindum hætta smíði Volt bílsins árið 2022 ef marka má síðustu fréttir frá herbúðum Chevrolet. Í staðinn hyggst Chevrolet einbeita sér að smíði hreinræktaðra rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla og þá helst í formi jepplinga og fjölnotabíla. Heyrst hefur að General Motors, móðurfyrirtæki Chevrolet áformi að hætta smíði einna 6 bílgerða við enda þessa áratugar en í staðinn kynna 20 nýja gerðir bíla knúna áfram að rafmagni að fullu leiti eða að hluta fram til ársins 2023. Ekki er hægt að segja að sala Chevrolet Volt sé afleit en hann seldist í 25.000 eintökum í fyrra og hefur selst í meira en 18.000 eintökum á fyrstu 11 mánuðum ársins í ár. Á næstu 12 til 18 mánuðum ætlar General Motors að kynna tvo nýja rafmagnsbíla í viðbót við hinn nýlega rafmagnsbíl Chevrolet Bolt og verður smíði þeirra byggð á góðri reynslu Bolt bílsins. Þó svo rafmagnsbílar seljist hlutfallslega í miklu minna mæli í Bandaríkjunum en í Evrópu, Japan og Kína virðast bandarískir bílaframleiðendur ekki ætla að missa alveg af lestinni við að tryggja framboð þeirra vestanhafs.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent