Róbóti lætur hálmi rigna yfir nautin á Sandhóli á hverjum degi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2017 20:57 Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís. Landbúnaður Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís.
Landbúnaður Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira