Spá mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu með hækkandi hita Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Loftslagsbreytingar eru taldar hafa áhrif á fjölda hælisleitenda. Nígerskir hælisleitendur á leið til Evrópu. Nordicphotos/AFP Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira