Aukið fé í Skriðdal og Grindavíkurveg Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2017 18:00 Frá Grindavíkurvegi. Mynd/Otti Sigmarsson Alþingi samþykkti í gærkvöldi að bæta 755 milljónum króna til samgöngumála í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýðir að fyrirhugaður niðurskurður samgönguáætlunar mildast sem þessu nemur. Eftir sem áður þarf að skera vegaframkvæmdir á næsta ári niður um 6,2 milljarða króna, frá því sem áður hafði verið boðað í samgönguáætlun. Í nefndaráliti fjárlaganefndar, sem kynnt var í gær, var viðbótin eyrnamerkt þremur verkefnum. Í fyrsta lagi fara 480 milljónir króna til þess að leggja bundið slitlag á veginn um Skriðdal á Austurlandi og endurbæta hann. Í öðru lagi fara 200 milljónir króna til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna umferðaröryggismála. Loks fara 75 milljónir króna til almenningssamgangna á landsbyggðinni. Nýr samgönguráðherra hefur lýst gildandi samgönguáætlun sem óheppilegum óskalista með of miklum væntingum, sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna, og boðað nýja samgönguáætlun á vorþingi. Þar mun skýrast hvaða verkefni verður unnt að ráðast í. Stöð 2 greindi í vikunni frá helstu verkefnum sem að öllum líkindum lenda undir niðurskurðarhnífnum á næsta ári. Þau eru breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, endurbygging vega á Dynjandisheiði, í Gufudalssveit, Árneshreppi, Bárðardal og til Borgarfjarðar eystra. Þá verður skorið af Dettifossvegi og brú yfir Hornafjörð. Samgöngur Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi að bæta 755 milljónum króna til samgöngumála í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýðir að fyrirhugaður niðurskurður samgönguáætlunar mildast sem þessu nemur. Eftir sem áður þarf að skera vegaframkvæmdir á næsta ári niður um 6,2 milljarða króna, frá því sem áður hafði verið boðað í samgönguáætlun. Í nefndaráliti fjárlaganefndar, sem kynnt var í gær, var viðbótin eyrnamerkt þremur verkefnum. Í fyrsta lagi fara 480 milljónir króna til þess að leggja bundið slitlag á veginn um Skriðdal á Austurlandi og endurbæta hann. Í öðru lagi fara 200 milljónir króna til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna umferðaröryggismála. Loks fara 75 milljónir króna til almenningssamgangna á landsbyggðinni. Nýr samgönguráðherra hefur lýst gildandi samgönguáætlun sem óheppilegum óskalista með of miklum væntingum, sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna, og boðað nýja samgönguáætlun á vorþingi. Þar mun skýrast hvaða verkefni verður unnt að ráðast í. Stöð 2 greindi í vikunni frá helstu verkefnum sem að öllum líkindum lenda undir niðurskurðarhnífnum á næsta ári. Þau eru breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, endurbygging vega á Dynjandisheiði, í Gufudalssveit, Árneshreppi, Bárðardal og til Borgarfjarðar eystra. Þá verður skorið af Dettifossvegi og brú yfir Hornafjörð.
Samgöngur Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15