Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Ragnar Freyr Ingvarsson læknir. vísir/vilhelm Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennskuna. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetisætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennskuna. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetisætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira