Skotheld ráð til að hjálpa þér að taka þátt í Veganúar Guðný Hrönn skrifar 22. desember 2017 11:15 Þetta er í fjórða sinn sem Veganúar er haldinn á Íslandi og Vala skorar á alla að kynna sér um hvað málið snýst. VÍSIR/EYÞÓR Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. Spurð út í hvers vegna fólk ætti að taka þátt í Veganúar í ár að hennar mati segir Vala: „Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast eftir áskoruninni en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.“„En fyrir flesta er dýravernd aðalhvatinn. Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.“ Vala segir mikinn misskilning að vegan-mataræði sé einhæft. „Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.“ Ekki kál í öll málVala minnir á að Veganúar sé ekki megrunarátak eins og sumir virðast halda. „Sykur og hveiti er til dæmis vegan og það er fullt af snakki og nammi vegan án þess þú vitir það, eins og Oreo-kex, margt dökkt súkkulaði, svart Doritos-snakk og flest snakk. Það er hægt að fá djúsí vegan-hamborgara og franskar á flestum stöðum bæjarins og pitsur með vegan-osti eða án osts, það kemur á óvart að hann þarf ekki. Það verða tilboð frá veitingastöðum á síðunni veganuar.is,“ segir Vala sem setti svo saman eftirfarandi ráð fyrir þá lesendur sem langar til að prófa að taka þátt í Veganúar en vita ekki hvernig er best að byrja. Góð ráð til að byrja Klára eða gefa matvöru með dýraafurðum milli jóla og nýársSækja matarplan á veganuar.is og kaupa í matinn út frá því.Fá þér vegan-sponsor sem fer með í verslun að kaupa inn og eldar jafnvel með þér (hægt verður að sækja um vegan-sponsor á veganuar.is eða á kynningarfundi Veganúar 3. janúar).Gerast meðlimur í Vegan Ísland-hópnum á Facebook.Fylgjast með Veganúar-snappinu en þar miðlar nýr aðili upplýsingum og fræðslu daglega í janúar.Vala mælir með að áhugasamir um vegan-lífsstíl kynni sér eftirfarandi: l Cowspiracy – heimildarmynd sem fjallar um áhrif dýraafurðaiðnaðarins á umhverfið/ náttúruna. Forks over Knives – heimildarmynd sem fjallar um heilsusamlegan ávinning af því að vera vegan. Earthlings – mynd sem fjallar um aðbúnað dýra í iðnaðinum. Einnig eru margar bækur gagnlegar eins og Eating Animals eftir Jonathon Safran Foer, How Not to Die eftir Michael Greger M.D. og Animal Liberation eftir Peter Singer. Matur Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. Spurð út í hvers vegna fólk ætti að taka þátt í Veganúar í ár að hennar mati segir Vala: „Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast eftir áskoruninni en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.“„En fyrir flesta er dýravernd aðalhvatinn. Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.“ Vala segir mikinn misskilning að vegan-mataræði sé einhæft. „Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.“ Ekki kál í öll málVala minnir á að Veganúar sé ekki megrunarátak eins og sumir virðast halda. „Sykur og hveiti er til dæmis vegan og það er fullt af snakki og nammi vegan án þess þú vitir það, eins og Oreo-kex, margt dökkt súkkulaði, svart Doritos-snakk og flest snakk. Það er hægt að fá djúsí vegan-hamborgara og franskar á flestum stöðum bæjarins og pitsur með vegan-osti eða án osts, það kemur á óvart að hann þarf ekki. Það verða tilboð frá veitingastöðum á síðunni veganuar.is,“ segir Vala sem setti svo saman eftirfarandi ráð fyrir þá lesendur sem langar til að prófa að taka þátt í Veganúar en vita ekki hvernig er best að byrja. Góð ráð til að byrja Klára eða gefa matvöru með dýraafurðum milli jóla og nýársSækja matarplan á veganuar.is og kaupa í matinn út frá því.Fá þér vegan-sponsor sem fer með í verslun að kaupa inn og eldar jafnvel með þér (hægt verður að sækja um vegan-sponsor á veganuar.is eða á kynningarfundi Veganúar 3. janúar).Gerast meðlimur í Vegan Ísland-hópnum á Facebook.Fylgjast með Veganúar-snappinu en þar miðlar nýr aðili upplýsingum og fræðslu daglega í janúar.Vala mælir með að áhugasamir um vegan-lífsstíl kynni sér eftirfarandi: l Cowspiracy – heimildarmynd sem fjallar um áhrif dýraafurðaiðnaðarins á umhverfið/ náttúruna. Forks over Knives – heimildarmynd sem fjallar um heilsusamlegan ávinning af því að vera vegan. Earthlings – mynd sem fjallar um aðbúnað dýra í iðnaðinum. Einnig eru margar bækur gagnlegar eins og Eating Animals eftir Jonathon Safran Foer, How Not to Die eftir Michael Greger M.D. og Animal Liberation eftir Peter Singer.
Matur Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira