Bugatti framleiddi aðeins 70 Chiron í ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2017 13:29 Bugatti Chiron er 1.500 hestafla tryllitæki sem kemst langt yfir 400 km hraða. Öflugasti fjöldaframleiddi bíll heimsins, hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron verður eingöngu framleiddur í 500 eintökum og í pöntunarlista Bugatti má nú sjá ríflega 300 pantanir á bílnum. Sumir þeirra þurfa þó að bíða í dágóðan tíma eftir því að bíll þeirra verður afhentur því frá því fyrsti bíllinn voru afhentur í mars síðastliðinn hafa einungis verið smíðaðir 70 bílar. Þeir eru þó samtals 105.000 hestöfl. Þessi fjöldi smíðaðra bíla er reyndar alveg á pari við áætlanir Bugatti. Því bíða rúmlega 230 kaupendur bílsins eftir því að fá bílinn í sínar hendur og það þýðir að verksmiðja Bugatti í Alsace í Frakklandi verður upptekin við smíði þessara 230 bíla í meira en 3 ár eingöngu til að uppfylla þær pantanir sem komnar eru. Bugatti ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selja ekki hin 200 eintökin af bílnum sem fyrirhugað er að smíða því þessar ríflega 300 pantanir sem í bílinn eru komnar skiluðu sér á innan við ári. Af þessum 300 pöntunum hafa 43% þeirra komið frá Evrópu, 26% frá N-Ameríku, 23% frá Miðausturlöndum og 8% frá öðrum löndum. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent
Öflugasti fjöldaframleiddi bíll heimsins, hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron verður eingöngu framleiddur í 500 eintökum og í pöntunarlista Bugatti má nú sjá ríflega 300 pantanir á bílnum. Sumir þeirra þurfa þó að bíða í dágóðan tíma eftir því að bíll þeirra verður afhentur því frá því fyrsti bíllinn voru afhentur í mars síðastliðinn hafa einungis verið smíðaðir 70 bílar. Þeir eru þó samtals 105.000 hestöfl. Þessi fjöldi smíðaðra bíla er reyndar alveg á pari við áætlanir Bugatti. Því bíða rúmlega 230 kaupendur bílsins eftir því að fá bílinn í sínar hendur og það þýðir að verksmiðja Bugatti í Alsace í Frakklandi verður upptekin við smíði þessara 230 bíla í meira en 3 ár eingöngu til að uppfylla þær pantanir sem komnar eru. Bugatti ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selja ekki hin 200 eintökin af bílnum sem fyrirhugað er að smíða því þessar ríflega 300 pantanir sem í bílinn eru komnar skiluðu sér á innan við ári. Af þessum 300 pöntunum hafa 43% þeirra komið frá Evrópu, 26% frá N-Ameríku, 23% frá Miðausturlöndum og 8% frá öðrum löndum.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent