Orri er búsettur í London en framundan hjá Sigur Rós eru fernir tónleikar í Hörpu milli jóla og nýárs samhliða listahátíðinni Norður og niður.
Orri hafði trommað í örstutta stund þegar gangandi vegfarandi sagði:
"I hope he has a day job. He's not going to earn any money doing that," sem mætti þýða á íslensku: „Ég vona að hann sé með vinnu. Hann er ekki að fara þéna pening á þessu.“
Ljóst er að konan sem hellti sér yfir Orra vissi ekki að þarna var á ferðinni afar fær trommari, sem þó var að spreyta sig á trommum af allt annarri gerð en hann spilar á í tónlistarsölumheimsins.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli á Instagram og er einn aðdáandi Sigur Rósar í London sársvekktur að hafa ekki áttað sig á því að Orri væri að tromma. Hann hefði gengið framhjá á meðan Orri var að leika sér.
Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem Sigur Rós deilir á Instagram.