Sigur Rós heiðraði hina einu sönnu Sigurrós á ógleymanlegan hátt á afmælisdaginn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 31. desember 2017 15:24 Sigurrós Elín er systir Jónsa, söngvara Sigur Rósar. vísir/getty Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga. Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga.
Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira