Ford eykur við framleiðslu Fiesta Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 11:45 Ford Fiesta er gríðarvinsæll bíll í Bretlandi og Þýskalandi. Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent
Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent