Með Titanic húðflúr og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 8. janúar 2018 20:16 Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“ Húðflúr Titanic Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“
Húðflúr Titanic Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent