Ég er oftast á undan afa Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2018 09:45 Jón við skrifborðið þar sem hann æfir sig í að lesa sem gengur líka svona ljómandi vel. Vísir/Eyþór Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“ Krakkar Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“
Krakkar Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira