Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:35 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, braut lög við skipan dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm „Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
„Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18