Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:35 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, braut lög við skipan dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm „Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
„Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent