Setja ætti 18 ára aldurstakmark á notkun flugelda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:00 Sigurður Ásgrímsson yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar segir að margt þurfi að varast þegar kemur að flugeldanotkun. Vísir/Vilhelm „Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“ Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“
Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00
Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00