Mikill hiti myndaðist í bílastæðahúsinu og hætta er talin á því að húsið geti hrunið, þó svo það standi enn. Bílastæðahúsið stendur nærri Liverpool International Horse show og voru margir eigendur þessara fjölmörgu bíla sem brunnu að horfa á hestasýningu þegar eldhafið blossaði upp. Slökkviliðið í Liverpool þurfti aðstoð frá kollegum sínum í Manchester til að ráða niðurlögum eldsins.
Íbúum í nærliggjandi húsum var gert að yfirgefa hús sín og var sett upp fjöldahjálparstöð til að hýsa þá. Gríðarlegt tjón varð af þessum mikla bruna og ef gert er ráð fyrir að hver bíll sem þarna brann hafi verið að andvirði 3 milljóna að meðaltali, er eingöngu bílatjónið 4,2 milljarðar króna.