Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. janúar 2018 06:00 Enn hefur enginn skilað inn framboði í oddvitasætið. Vísir/Pjetur Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira