Renault – Nissan – Mitsubishi segjast stærstir Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2018 09:54 Renault - Nissan - Mitsubishi segist nú framleiða fleiri fólksbíla en Volkswagen Group. Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen Group þá átti fyrirtækið frábært söluár í fyrra og seldi alls 10,74 milljón bíla og jók söluna um 4,3% frá fyrra ári. Sérstaklega átti fyrirtækið frábæran desembermánuð en þá seldi það 998.800 bíla og jók söluna um 8,5% frá desember árið áður. En eftir að Renault – Nissan keypti stóran hlut í Mitsubishi reiknar fyrirtækið alla sölu fyrirtækjanna þriggja saman. Hún nam ríflega 10,6 milljón bíla í fyrra og segir að hún sé meiri en hjá Volkswagen Group þar sem Volkswagen Group tekur sölu á Scania og MAN trukkaframleiðendunum með í sinni heildarbílasölu og nam sala þessara tveggja trukkamerkja 200.000 bílum. Með því sé fólksbílasala Renault – Nissan – Mitsubishi meiri en hjá Volkswagen Group. Inní sölu Renault – Nissan – Mitsubishi eru bílamerkin Dacia, Datsun og hið rússneska AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla, en öll þessi fyrirtæki tilheyra Renault – Nissan. Víst er þó að Toyota er í þriðja sætinu þegar kemur að heildarsölu með 10,35 milljón bíla sölu í fyrra en í þeirri tölu er sala Toyota, Lexus, Daihatsu og Hino. Toyota áætlar að selja 10,5 milljón bíla í ár. Þegar kemur að lúxusbílamerkjum trónir Mercedes Benz á toppnum með 2,3 milljón bíla sölu, BMW í öðru sæti með 2,08 milljón bíla og Audi í því þriðja með 1,87 milljón bíla sölu í fyrra. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen Group þá átti fyrirtækið frábært söluár í fyrra og seldi alls 10,74 milljón bíla og jók söluna um 4,3% frá fyrra ári. Sérstaklega átti fyrirtækið frábæran desembermánuð en þá seldi það 998.800 bíla og jók söluna um 8,5% frá desember árið áður. En eftir að Renault – Nissan keypti stóran hlut í Mitsubishi reiknar fyrirtækið alla sölu fyrirtækjanna þriggja saman. Hún nam ríflega 10,6 milljón bíla í fyrra og segir að hún sé meiri en hjá Volkswagen Group þar sem Volkswagen Group tekur sölu á Scania og MAN trukkaframleiðendunum með í sinni heildarbílasölu og nam sala þessara tveggja trukkamerkja 200.000 bílum. Með því sé fólksbílasala Renault – Nissan – Mitsubishi meiri en hjá Volkswagen Group. Inní sölu Renault – Nissan – Mitsubishi eru bílamerkin Dacia, Datsun og hið rússneska AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla, en öll þessi fyrirtæki tilheyra Renault – Nissan. Víst er þó að Toyota er í þriðja sætinu þegar kemur að heildarsölu með 10,35 milljón bíla sölu í fyrra en í þeirri tölu er sala Toyota, Lexus, Daihatsu og Hino. Toyota áætlar að selja 10,5 milljón bíla í ár. Þegar kemur að lúxusbílamerkjum trónir Mercedes Benz á toppnum með 2,3 milljón bíla sölu, BMW í öðru sæti með 2,08 milljón bíla og Audi í því þriðja með 1,87 milljón bíla sölu í fyrra.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent