Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs
Ýmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum.
Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000.

Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma.
„Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.
Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý
Síðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins.
Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag.