Neysluvatnið öruggt og ekki þörf á að sjóða það Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Þórólfur Guðnason sýndi myndatökumanni Stöðvar 2 fram á að drykkjarvatn á höfuðborgarsvæðinu væri öruggt með því að fá sér vænan sopa af vatnsglasi í dag. Vísir/Sigurjón Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, að mati samstarfsnefndar um sóttvarnir sem fundaði í morgun. Tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er talin þörf á að sjóða vatn eða á öðrum varúðarráðstöfunum. Veitur greindu frá því í gær að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar undanfarið. Hlákan hafi orðið til þess að yfirborðsvatn hafi komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Mengunin hefur mælst á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hefur mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir funduðu vegna þessa fyrir hádegi í dag. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins. Niðurstaða fundarins var sú mengunin sé einangrað fyrirbæri í kjölfar vatnavaxtanna .Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki sé hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef embættis landlæknis.Eins og að drekka úr læk eða naga gulrót úr garðinumÁrný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir við Vísi að rúmlega rúmlega tvö hundruð gerlar hafi mælst í einum millilítra vatns í sýnum sem voru tekin á föstudag. Viðmiðunarmörkin eru hundrað gerlar í millilítra. Saurgerlar sem valda sjúkdómum hafa ekki greinst í dreifikerfinu. „Það er tekinn heildargerlafjöldi sem er samkvæmt reglugerð. Hann var yfir mörkum þannig að sýnin stóðust ekki ítrustu kröfur. Samkvæmt reglugerð er almenningur upplýstur um það. Það er bara verkferill,“ segir hún. Saurgerlar hafi aldrei fundist í dreifikerfinu. Þeir hafi hins vegar fundist í vatnsholum en þeim hafi strax verið lokað. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi vatnsins daglega í framhaldinu. Sýni voru tekin í gær og segir Árný að bráðabirgðaniðurstöður sýni enga saurgerlamengun. Það taki hins vegar þrjá daga að fá niðurstöðu um heildargerlafjölda í sýnunum. „Þessi heildargerlafjöldi sem við erum að tala um er bara svona eins og þú ferð og drekkur úr læk einhvers staðar úti í sveit eða rífur gulrót úr matjurtargarðinum og nagar hana án þess að þvo hana,“ segir Árný.Ekki óvanaleg hækkun María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í neysluvatnsgæðum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir heildarfjöldi gerla hafi verið tvöfalt yfir viðmiðunarmörkun þá sé hækkun gildanna alls ekki óvanalega mikil. Gildin geti orðið hærri þegar yfirborðsvatn kemst í grunnvatn eins og gerst hafi í þessu tilfelli. Reglugerðir kveði hins vegar á um að gripið sé til ráðstafana þegar slík gildi mælast og að tilkynnt sé um það. „Þetta gefur bara til kynna að það hefur verið yfirborðsvatn sem hefur komið inn í. Við viljum náttúrulega helst fá grunnvatn því hér er vatn ekkert meðhöndlað,“ segir hún.Uppfært 15:40 Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega kom fram í fréttinni að gildin um gerla í vatni væru miðuð við við hundrað millilítra vatns. Það rétta er að miðað er við einn millilítra. Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, að mati samstarfsnefndar um sóttvarnir sem fundaði í morgun. Tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er talin þörf á að sjóða vatn eða á öðrum varúðarráðstöfunum. Veitur greindu frá því í gær að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar undanfarið. Hlákan hafi orðið til þess að yfirborðsvatn hafi komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Mengunin hefur mælst á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hefur mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir funduðu vegna þessa fyrir hádegi í dag. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins. Niðurstaða fundarins var sú mengunin sé einangrað fyrirbæri í kjölfar vatnavaxtanna .Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki sé hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef embættis landlæknis.Eins og að drekka úr læk eða naga gulrót úr garðinumÁrný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir við Vísi að rúmlega rúmlega tvö hundruð gerlar hafi mælst í einum millilítra vatns í sýnum sem voru tekin á föstudag. Viðmiðunarmörkin eru hundrað gerlar í millilítra. Saurgerlar sem valda sjúkdómum hafa ekki greinst í dreifikerfinu. „Það er tekinn heildargerlafjöldi sem er samkvæmt reglugerð. Hann var yfir mörkum þannig að sýnin stóðust ekki ítrustu kröfur. Samkvæmt reglugerð er almenningur upplýstur um það. Það er bara verkferill,“ segir hún. Saurgerlar hafi aldrei fundist í dreifikerfinu. Þeir hafi hins vegar fundist í vatnsholum en þeim hafi strax verið lokað. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi vatnsins daglega í framhaldinu. Sýni voru tekin í gær og segir Árný að bráðabirgðaniðurstöður sýni enga saurgerlamengun. Það taki hins vegar þrjá daga að fá niðurstöðu um heildargerlafjölda í sýnunum. „Þessi heildargerlafjöldi sem við erum að tala um er bara svona eins og þú ferð og drekkur úr læk einhvers staðar úti í sveit eða rífur gulrót úr matjurtargarðinum og nagar hana án þess að þvo hana,“ segir Árný.Ekki óvanaleg hækkun María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í neysluvatnsgæðum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir heildarfjöldi gerla hafi verið tvöfalt yfir viðmiðunarmörkun þá sé hækkun gildanna alls ekki óvanalega mikil. Gildin geti orðið hærri þegar yfirborðsvatn kemst í grunnvatn eins og gerst hafi í þessu tilfelli. Reglugerðir kveði hins vegar á um að gripið sé til ráðstafana þegar slík gildi mælast og að tilkynnt sé um það. „Þetta gefur bara til kynna að það hefur verið yfirborðsvatn sem hefur komið inn í. Við viljum náttúrulega helst fá grunnvatn því hér er vatn ekkert meðhöndlað,“ segir hún.Uppfært 15:40 Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega kom fram í fréttinni að gildin um gerla í vatni væru miðuð við við hundrað millilítra vatns. Það rétta er að miðað er við einn millilítra.
Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira