Búið að opna veginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 17:23 Súðavík í Ísafjarðardjúpi. Vísir/Ernir Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Áður hafði Suðureyrarvegur verið opnaður en eins og áður hefur komið fram var honum lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Varúðarstig er þó gagnvart Súðavíkur og Kirkjubólshlíð og ef aðstæður breytast til hins verra má búast við að veginum verði lokað á ný. Vegfarendum er bent á að afla sér upplýsinga um veður og færð í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar varðandi færð og veður. Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á kafla í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða snjóþekja er á Norðvesturlandi og einnig skafrenningur. Á Norðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Austurlandi eru flestar leiðir greiðfærar en hálka á Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er greiðfært frá Reyðarfirði og suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálkublettir þar fyrir vestan.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Norðvestan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnantil. Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, en hvessir um tíma allra syðst á landinu með éljum. Frost 0 til 7 stig. Samkvæmt hugleiðingum frá veðurfræðingi Veðurstofunnar verður versnandi veður í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samgöngur Veður Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Áður hafði Suðureyrarvegur verið opnaður en eins og áður hefur komið fram var honum lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Varúðarstig er þó gagnvart Súðavíkur og Kirkjubólshlíð og ef aðstæður breytast til hins verra má búast við að veginum verði lokað á ný. Vegfarendum er bent á að afla sér upplýsinga um veður og færð í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar varðandi færð og veður. Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á kafla í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða snjóþekja er á Norðvesturlandi og einnig skafrenningur. Á Norðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Austurlandi eru flestar leiðir greiðfærar en hálka á Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er greiðfært frá Reyðarfirði og suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálkublettir þar fyrir vestan.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Norðvestan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnantil. Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, en hvessir um tíma allra syðst á landinu með éljum. Frost 0 til 7 stig. Samkvæmt hugleiðingum frá veðurfræðingi Veðurstofunnar verður versnandi veður í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð.
Samgöngur Veður Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira