„Það verður áfram leiðindaveður í nótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 22:30 "Það verður áfram leiðindaveður í nótt,“ segir Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21