Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2018 12:30 Samfylkingarfólkið Sverrir Bollason og Heiða Björg Hilmisdóttir skelltu sér í næturstrætó eins og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sem lét mjög vel af sinni fyrstu ferð. Fyrstu ferðir næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur virðast hafa gengið vel. Engar upplýsingar eru fáanlegar um hve margir nýttu sér ferðina. Farþegi úr miðbænum 2:30 segir góða stemningu hafa verið í vagninum og reiknar með að nýta þjónustuna sem oftast. Sex leiðir eru í næturakstrinum, Leiðir 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Þeir hefja ýmist aksturinn við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fólk getur aðeins tekið vagna úr bænum en ekki í. Fyrsta ferð er klukkan 01 og sú síðasta á fjórða tímanum, allt eftir því hvaða vagn er tekinn.Ok það er sér miðaflokkur í appinu. Tók smá tíma fyrir mig að finna því ég var búinn að kaupa dagmiða. #næturstrætó pic.twitter.com/RjkodsuDM0— Sverrir (@sverrirbo) January 13, 2018 Engin vandamál skráð Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að fyrstu upplýsingar gefi til kynna að ferðirnar hafi verið vel sóttar og allt gengið vel. Engin vandamál hafi verið skráð hjá stjórnstöð í morgun. Við fyrstu sýn er lítið að finna á samfélagsmiðlum um næturstrætó. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, virðist hafa skellt sér og sömu sögu er að segja um Sverri Bollason sem situr meðal annars fyrir Samfylkinguna í nefndarráði. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson segist á Twitter fagna næturstrætó, gaman sé að skoða myndir frá nóttinn.Myndir úr næturstrætó í nótt má senda á ritstjorn@visir.is.Var komin á ystu nöf með að kíkja á djammið - bara til að taka næturstrætó! Gaman að sjá jákvæð viðbrögð og myndir eftir nóttina. Sannfærður um að næturstrætó gerir borgina betri - skemmtilegri og öruggari! #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) January 13, 2018 Miriam Petra Ómarsdóttir Awad var ein þeirra sem tók strætó heim í nótt. Tók hún 2:30 ferðina frá Stjórnarráðinu heim til sín í Laugarneshverfið. „Mér leið rosalega mikið eins og ég væri í útlöndum,“ segir Miriam beðin um að lýsa stemningunni um borð í vagninum. Þau hafi verið fjögur, eitt par, einn karlmaður auk hennar þegar lagt var í hann frá stjórnarráðinu. „Svo bættust við tvö pör á leiðinni upp Hverfisgötu,“ segir Miriam og telur um tíu líklega hafa verið í vagninum þegar mest var. Bílstjórinn hafi verið mjög almennilegur. Miriam sagði frá ferðinni á Twitter og vakti færslan athygli enda virðist sem Miriam hafi verið þátttakanda í ævintýri. „Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir.“Næturstrætó frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir. #Reykjavík er komin skrefinu nær því að vera almennileg borg @straetobs— Miriam Petra (@mpawad) January 13, 2018 „Þau sem voru að borga með appinu, ástandið var þannig að þau voru kannski ekkert fljótust í heimi að ganga frá greiðslu,“ segir Miriam. Vagnstjóri hafi hvatt fólk til að setjast, ganga frá sínum málum og koma svo til sín þegar það væri tilbúið að greiða. Það hafi gengið vel. „Það voru allir rosalega ánægðir. Þarna voru einhverjir frændur sem hittust óvænt,“ segir Miriam en þar hafi orðið fagnaðarfundir. Ekki hafi verið verra að bílstjórinn hafi spilað fína tónlist sem skapaði stemningu. „Ekkert blastað henni eða þannig, bara þægilegt.“ Ferðin í næturstrætó kostar 920 krónur eða tvo strætómiða. Handhafar strætókorta, sem Miriam er, geta hins vegar notað kortin án frekari kostnaðar. Brottfarartími er aðeins gefinn upp úr miðbænum en notendur geta fylgst með vögnunum í strætóappinu.Að neðan má sjá innslag úr Íslandi í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson kynnir sér næturstrætó.Leigubílstjórar sjá hvað setur „Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um næturakstur Strætó bs. Ástgeir ræddi málin í Fréttablaðinu í dag. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efasemda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarðanir eru teknar.Ástgeir Þorsteinsson er formaður bifreiðastjórafélagsins Frama.„Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn hefur það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar hafa áfram aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og við Lækjargötu hjá Bernhöftstorfu. Ástgeir segir að leigubílstjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjartsýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“ Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Fyrstu ferðir næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur virðast hafa gengið vel. Engar upplýsingar eru fáanlegar um hve margir nýttu sér ferðina. Farþegi úr miðbænum 2:30 segir góða stemningu hafa verið í vagninum og reiknar með að nýta þjónustuna sem oftast. Sex leiðir eru í næturakstrinum, Leiðir 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Þeir hefja ýmist aksturinn við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fólk getur aðeins tekið vagna úr bænum en ekki í. Fyrsta ferð er klukkan 01 og sú síðasta á fjórða tímanum, allt eftir því hvaða vagn er tekinn.Ok það er sér miðaflokkur í appinu. Tók smá tíma fyrir mig að finna því ég var búinn að kaupa dagmiða. #næturstrætó pic.twitter.com/RjkodsuDM0— Sverrir (@sverrirbo) January 13, 2018 Engin vandamál skráð Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að fyrstu upplýsingar gefi til kynna að ferðirnar hafi verið vel sóttar og allt gengið vel. Engin vandamál hafi verið skráð hjá stjórnstöð í morgun. Við fyrstu sýn er lítið að finna á samfélagsmiðlum um næturstrætó. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, virðist hafa skellt sér og sömu sögu er að segja um Sverri Bollason sem situr meðal annars fyrir Samfylkinguna í nefndarráði. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson segist á Twitter fagna næturstrætó, gaman sé að skoða myndir frá nóttinn.Myndir úr næturstrætó í nótt má senda á ritstjorn@visir.is.Var komin á ystu nöf með að kíkja á djammið - bara til að taka næturstrætó! Gaman að sjá jákvæð viðbrögð og myndir eftir nóttina. Sannfærður um að næturstrætó gerir borgina betri - skemmtilegri og öruggari! #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) January 13, 2018 Miriam Petra Ómarsdóttir Awad var ein þeirra sem tók strætó heim í nótt. Tók hún 2:30 ferðina frá Stjórnarráðinu heim til sín í Laugarneshverfið. „Mér leið rosalega mikið eins og ég væri í útlöndum,“ segir Miriam beðin um að lýsa stemningunni um borð í vagninum. Þau hafi verið fjögur, eitt par, einn karlmaður auk hennar þegar lagt var í hann frá stjórnarráðinu. „Svo bættust við tvö pör á leiðinni upp Hverfisgötu,“ segir Miriam og telur um tíu líklega hafa verið í vagninum þegar mest var. Bílstjórinn hafi verið mjög almennilegur. Miriam sagði frá ferðinni á Twitter og vakti færslan athygli enda virðist sem Miriam hafi verið þátttakanda í ævintýri. „Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir.“Næturstrætó frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir. #Reykjavík er komin skrefinu nær því að vera almennileg borg @straetobs— Miriam Petra (@mpawad) January 13, 2018 „Þau sem voru að borga með appinu, ástandið var þannig að þau voru kannski ekkert fljótust í heimi að ganga frá greiðslu,“ segir Miriam. Vagnstjóri hafi hvatt fólk til að setjast, ganga frá sínum málum og koma svo til sín þegar það væri tilbúið að greiða. Það hafi gengið vel. „Það voru allir rosalega ánægðir. Þarna voru einhverjir frændur sem hittust óvænt,“ segir Miriam en þar hafi orðið fagnaðarfundir. Ekki hafi verið verra að bílstjórinn hafi spilað fína tónlist sem skapaði stemningu. „Ekkert blastað henni eða þannig, bara þægilegt.“ Ferðin í næturstrætó kostar 920 krónur eða tvo strætómiða. Handhafar strætókorta, sem Miriam er, geta hins vegar notað kortin án frekari kostnaðar. Brottfarartími er aðeins gefinn upp úr miðbænum en notendur geta fylgst með vögnunum í strætóappinu.Að neðan má sjá innslag úr Íslandi í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson kynnir sér næturstrætó.Leigubílstjórar sjá hvað setur „Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um næturakstur Strætó bs. Ástgeir ræddi málin í Fréttablaðinu í dag. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efasemda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarðanir eru teknar.Ástgeir Þorsteinsson er formaður bifreiðastjórafélagsins Frama.„Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn hefur það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar hafa áfram aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og við Lækjargötu hjá Bernhöftstorfu. Ástgeir segir að leigubílstjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjartsýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“
Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27