Leigubílstjórar hvergi bangnir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Ástgeir Þorsteinsson er formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. „Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um næturakstur Strætó bs. sem hófst í nótt. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efasemda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. „Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn mun þó hafa það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar munu eftir sem áður hafa aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og við Lækjargötu hjá Bernhöftstorfu. Ástgeir segir að leigubílstjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjartsýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
„Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um næturakstur Strætó bs. sem hófst í nótt. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efasemda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. „Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn mun þó hafa það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar munu eftir sem áður hafa aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og við Lækjargötu hjá Bernhöftstorfu. Ástgeir segir að leigubílstjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjartsýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira