Fimmtugur tónlistarskóli Aron Ingi Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 11:15 Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum. Mynd/Tónlistarskóli Vesturbyggðar Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“ Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“
Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira