Lada Sport er enn í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2018 16:00 Rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz hafði uppi áform að kynna þriðju kynslóð sportjeppans Lada Sport á þessu ári en ýmis vandamál hafa seinkað þeim óformum. Lada Sport sem margir Íslendingar kannast við hefur ekki alveg sagt sitt síðasta. Bíllinn er enn í dag í boði og í Þýskalandi stendur mönnum honum til boða í sérstakri afmælisútgáfu sem ber heitið Nivan Urban Hipster og er fjórhjóladrifinn. Lada Sport eða Lada Niva eins og þessi rússneski jepplingur heitir réttu nafni var mjög vinsæll bíll á Íslandi í kringum 1980. Enn í dag sést Lada Sport á vegum hér á landi. Lada Niva er orðinn meðal langlífari bíla sögunnar. Hann kom fyrst á markað árið 1977 og hefur lítið breyst í gegnum tíðina. Vélin er meira að segja mikið til eins og í upphafi nema að rúmtak hennar sem var 1,6 lítrar er orðinn 1,7. Í stað tímakeðju er kominn tímareim og í stað blöndungs er komin eldsneytisinnsprautun. Bíllinn er rúmlega 80 hestöfl og er rúmar 20 sekúndur í hundraðið. Ekki fara sögur af því hvernig salan á bílnum í Þýskalandi gengur en hann kostar þar í landi um 1,5 milljónir íslenskra krónur. Rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz hafði uppi áform að kynna þriðju kynslóð sportjeppans Lada Sport á þessu ári en ýmis vandamál hafa seinkað þeim óformum. Þessi frétt birtist fyrst á heimsíðu FÍB. Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Lada Sport sem margir Íslendingar kannast við hefur ekki alveg sagt sitt síðasta. Bíllinn er enn í dag í boði og í Þýskalandi stendur mönnum honum til boða í sérstakri afmælisútgáfu sem ber heitið Nivan Urban Hipster og er fjórhjóladrifinn. Lada Sport eða Lada Niva eins og þessi rússneski jepplingur heitir réttu nafni var mjög vinsæll bíll á Íslandi í kringum 1980. Enn í dag sést Lada Sport á vegum hér á landi. Lada Niva er orðinn meðal langlífari bíla sögunnar. Hann kom fyrst á markað árið 1977 og hefur lítið breyst í gegnum tíðina. Vélin er meira að segja mikið til eins og í upphafi nema að rúmtak hennar sem var 1,6 lítrar er orðinn 1,7. Í stað tímakeðju er kominn tímareim og í stað blöndungs er komin eldsneytisinnsprautun. Bíllinn er rúmlega 80 hestöfl og er rúmar 20 sekúndur í hundraðið. Ekki fara sögur af því hvernig salan á bílnum í Þýskalandi gengur en hann kostar þar í landi um 1,5 milljónir íslenskra krónur. Rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz hafði uppi áform að kynna þriðju kynslóð sportjeppans Lada Sport á þessu ári en ýmis vandamál hafa seinkað þeim óformum. Þessi frétt birtist fyrst á heimsíðu FÍB.
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent