Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira