„Konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu“ Guðný Hrönn skrifar 11. janúar 2018 09:45 Meistararitgerð Auðar fjallaði um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlistarsköpun. VÍSIR/ANTON BRINK Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“ Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“
Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira