Innlent

Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng

Sveinn Arnarsson skrifar
Hægt verður að kaupa miða í göngin á netinu. Góð lausn að mati forsvarsmanna. Fréttablaðið/Auðunn
Hægt verður að kaupa miða í göngin á netinu. Góð lausn að mati forsvarsmanna. Fréttablaðið/Auðunn
Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil.

Þessi háttur er viðhafður erlendis með góðum árangri, til að mynda í Færeyjum, svo tæknin er til staðar. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir þessa tilhögun ekki erfiða í framkvæmd. „Þetta verður þannig að þú kaupir aðgang í göngin á netinu og því mun umferðin ekki stöðvast við annan enda ganganna til að taka við greiðslu. Einnig er þessi leið ódýrari og því munu sparast fjárhæðir hvað þetta varðar,“ segir Valgeir.

Framkvæmdum hefur seinkað töluvert við göngin. Vonir stóðu til að ná sumarumferðinni í ár en nú er ljóst að það mun ekki takast. „Við erum að horfa til þess á þessum tímapunkti að opna í haust,“ segir Valgeir. „Nú er unnið á fullu að mörgum verkþáttum svo vonandi mun þetta ganga vel fram á sumar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×