Fyrsti rafmagnsbíll Volvo á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 16:16 Volvo 40.2 Concept, en rafmagnsbíllinn á að taka litlum útlitsbreytingum frá honum. Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl. Umhverfismál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl.
Umhverfismál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent