Fyrsti rafmagnsbíll Volvo á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 16:16 Volvo 40.2 Concept, en rafmagnsbíllinn á að taka litlum útlitsbreytingum frá honum. Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl. Umhverfismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent
Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl.
Umhverfismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent