Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Baldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það forgangsmál að endurskoða skattaumhverfi fjölmiðla í landinu. vísir/Ernir Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira