„Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2018 10:30 Dagur fer á sviðið 17. febrúar. Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og sá fyrsti sem stígur á stokk er Dagur Sigurðsson. Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson þann 17. febrúar. Hér að neðan er hægt að kynnast Degi betur og söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Ég ákvað að taka þátt af því mér leist svo vel á lagið og tækifærið. Það hefur verið lítill draumur að fá að prófa að taka þátt í söngvakeppninni. Lagið heillaði mig strax sem og hugmyndirnar sem Júlí hafði að útsetningunni. Þannig að þegar Júlí Heiðar spurði hvort ég væri til þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Fólk á bara að kjósa það lag sem því finnst flottast og best flutt.“Hvert er uppáhalds íslenska Eurovision lagið og af hverju ? „Ég verð að segja Is it True? Geggjuð ballaða flutt af okkar bestu söngkonu, Jóhönnu Guðrúnu.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin? „Það tengist einmitt uppáhalds íslenska laginu mínu, Is it True? Ég var semsagt staddur í þrítugsafmæli hjá bróður mínum árið 2009 og sama kvöld var Jóhanna að keppa í úrslitunum. Keppninni var varpað á stórt tjald í afmælinu og ég og hljómsveitin mín vorum að skemmta á eftir. Við vorum búnir að plana að taka lagið ef það færi langt sem það gerði og við töldum í Is it True?“Hvert er uppáhalds erlenda Eurovision lagið og af hverju? „Ég ætla að segja Calm After The Storm. Hollenskt folk/kántrý. Gott stöff.“Lag: Í stormi / Saviours Höfundur lags: Júlí Heiðar Halldórsson Höfundar íslensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen Höfundar ensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson Flytjandi: Dagur SigurðarsonUm hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um manneskju sem er að ganga í gegnum breytingar í lífi sínu. Það er einnig baráttusöngur fyrir breytingum og er íslenski textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða hér heima og erlendis.“Hér má hlusta á Í stormi á íslenskuHér má hlusta á Saviours á ensku Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur.“ 22. janúar 2018 16:40 Greta Salóme á lag í undankeppni Eurovision í Bretlandi Verður meðal sex laga sem Bretar kjósa um. 24. janúar 2018 09:55 Erlend Eurovision-stjarna kemur fram á lokakvöldinu Búið er að raða niður í undanúrslitakvöldin tvö. 23. janúar 2018 14:30 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og sá fyrsti sem stígur á stokk er Dagur Sigurðsson. Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson þann 17. febrúar. Hér að neðan er hægt að kynnast Degi betur og söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Ég ákvað að taka þátt af því mér leist svo vel á lagið og tækifærið. Það hefur verið lítill draumur að fá að prófa að taka þátt í söngvakeppninni. Lagið heillaði mig strax sem og hugmyndirnar sem Júlí hafði að útsetningunni. Þannig að þegar Júlí Heiðar spurði hvort ég væri til þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Fólk á bara að kjósa það lag sem því finnst flottast og best flutt.“Hvert er uppáhalds íslenska Eurovision lagið og af hverju ? „Ég verð að segja Is it True? Geggjuð ballaða flutt af okkar bestu söngkonu, Jóhönnu Guðrúnu.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin? „Það tengist einmitt uppáhalds íslenska laginu mínu, Is it True? Ég var semsagt staddur í þrítugsafmæli hjá bróður mínum árið 2009 og sama kvöld var Jóhanna að keppa í úrslitunum. Keppninni var varpað á stórt tjald í afmælinu og ég og hljómsveitin mín vorum að skemmta á eftir. Við vorum búnir að plana að taka lagið ef það færi langt sem það gerði og við töldum í Is it True?“Hvert er uppáhalds erlenda Eurovision lagið og af hverju? „Ég ætla að segja Calm After The Storm. Hollenskt folk/kántrý. Gott stöff.“Lag: Í stormi / Saviours Höfundur lags: Júlí Heiðar Halldórsson Höfundar íslensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen Höfundar ensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson Flytjandi: Dagur SigurðarsonUm hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um manneskju sem er að ganga í gegnum breytingar í lífi sínu. Það er einnig baráttusöngur fyrir breytingum og er íslenski textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða hér heima og erlendis.“Hér má hlusta á Í stormi á íslenskuHér má hlusta á Saviours á ensku
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur.“ 22. janúar 2018 16:40 Greta Salóme á lag í undankeppni Eurovision í Bretlandi Verður meðal sex laga sem Bretar kjósa um. 24. janúar 2018 09:55 Erlend Eurovision-stjarna kemur fram á lokakvöldinu Búið er að raða niður í undanúrslitakvöldin tvö. 23. janúar 2018 14:30 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur.“ 22. janúar 2018 16:40
Greta Salóme á lag í undankeppni Eurovision í Bretlandi Verður meðal sex laga sem Bretar kjósa um. 24. janúar 2018 09:55
Erlend Eurovision-stjarna kemur fram á lokakvöldinu Búið er að raða niður í undanúrslitakvöldin tvö. 23. janúar 2018 14:30