Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 21:08 Gögnin sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir vörðuðu meðal annars upplýsingar um þá ráðgjafa sem ráðherra leitaði til vegna skipunar dómara við Landsrétt, bæði innan og utan dómsmálaráðuneytisins. vísir/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV en Tryggi segist í samtali við Vísi hafa óskað eftir gögnunum fyrst og fremst til að undirbúa sig fyrir fund með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þann 18. janúar síðastliðinn. Gögnin bárust umboðsmanni að morgni þess sama dags. „Þann 8. janúar þá sendi ég ráðherra bréf og bið um tilteknar upplýsingar til þess að undirbúa mig fyrir þennan fund og þá, eftir atvikum, ef einhver þau atriði eru þarna sem ég gæti talið tilefni til þess að skoða betur síðar að eigin frumkvæði,“ segir Tryggvi. Gögnin sem umboðsmaður óskaði eftir vörðuðu meðal annars upplýsingar um þá ráðgjafa sem ráðherra leitaði til vegna skipunar dómara við Landsrétt, bæði innan og utan dómsmálaráðuneytisins. Aðspurður kveðst Tryggvi að hann muni ekki aðhafast frekar í málinu á meðan það er til meðferðar á Alþingi. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins kannar nú verklag og ákvarðanir dómsmálaráðherra við skipun dómara við Landsrétt en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember að ráðherra hefði brotið lög með skipuninni. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV en Tryggi segist í samtali við Vísi hafa óskað eftir gögnunum fyrst og fremst til að undirbúa sig fyrir fund með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þann 18. janúar síðastliðinn. Gögnin bárust umboðsmanni að morgni þess sama dags. „Þann 8. janúar þá sendi ég ráðherra bréf og bið um tilteknar upplýsingar til þess að undirbúa mig fyrir þennan fund og þá, eftir atvikum, ef einhver þau atriði eru þarna sem ég gæti talið tilefni til þess að skoða betur síðar að eigin frumkvæði,“ segir Tryggvi. Gögnin sem umboðsmaður óskaði eftir vörðuðu meðal annars upplýsingar um þá ráðgjafa sem ráðherra leitaði til vegna skipunar dómara við Landsrétt, bæði innan og utan dómsmálaráðuneytisins. Aðspurður kveðst Tryggvi að hann muni ekki aðhafast frekar í málinu á meðan það er til meðferðar á Alþingi. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins kannar nú verklag og ákvarðanir dómsmálaráðherra við skipun dómara við Landsrétt en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember að ráðherra hefði brotið lög með skipuninni.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46