Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira