Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár. Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár.
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00