Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 13:52 Aron Leví Beck er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Aðsend Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00