Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. janúar 2018 20:52 Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46