Þorsteinn vill gera Sæbraut og Miklubraut að einstefnugötum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2018 10:22 Miðflokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Anton/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn. Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn.
Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira