Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:30 Hilmar Þór Björnsson arkitekt var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar talaði hann um borgarlínuna svokölluðu. Vísir/samsett mynd „Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira