Merkilegt samfélag samsyndara í sundlaugum landsins Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Sundlaugamenning Íslendinga er merkilegt fyrirbæri hér gegna laugarnar sambærilegu hlutverki og pöbbarnir í Bretlandi í senn samkomustaður og fréttaveita. vísir/stefán Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins. Sundlaugar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins.
Sundlaugar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið