Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Gissur Sigurðsson skrifar 31. janúar 2018 13:30 Sigurður Gísli Pálmason berst fyrir friðun svæðisins. Vísir/gva Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni. Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni.
Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira