Stjarnan skilur lítið í Öglu Maríu: „Með því óvæntara sem maður hefur lent í“ Benedikt Bóas skrifar 30. janúar 2018 11:00 Agla María Albertsdóttir skoraði 11 mörk í 43 leikjum fyrir Stjörnuna. „Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25