Hátæknivæddur A-Class frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2018 09:55 Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti með nýjum A-Class og hefur hlaðið hann nýjustu tækni. Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðar útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars. A-Class hefur stækkað aðeins, breikkað og lengst svo pláss fyrir farþega og farangur er því meira en í forveranum. Innanrými bílsins er sérlega vel hannað og vandað og tæknin í bílnum er byltingakennd fyrir bíl í þessum stærðarflokki. A-Class er orðin hátæknivæddur eins og stærri lúxusbílar Mercedes-Benz, E-Class og flaggskipið S-Class. A-Class er nú m.a. kominn með hinu magnaða Intelligent Drive sem er í S-Class bílnum og veitir ökumanni og farþegum mikil þægindi í akstrinum. Innanrýmið svipar til stærri lúxusbíla Mercedes-Benz með stórum og breiðum skjá. Þá er bíllinn með hinu nýja og háþróaða raddstýringarbúnaði Hey Mercedes sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hyggst setja í alla nýja bíla sína á næstunni. Tvær vélar verða í boði í hinum nýja A-Class til að byrja með. Annars vegar A 180d með 116 hestafla dísilvél sem er 10,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Togið er 260 Nm og eyðslan er frá 4,1 l/100 km. Hins vegar er A 200 með 163 hestafla bensínvél en hann er 8 sekúndur í hundraðið. Togið er 250 Nm og eyðslan er frá 5,1 l/100 km. Innan skammst kemur síðan A 250 sem er talsvert aflmeiri bíll. A-Class kemur einnig í AMG útfærslu en það verður þó ekki fyrr en um næstu áramót. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent
Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðar útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars. A-Class hefur stækkað aðeins, breikkað og lengst svo pláss fyrir farþega og farangur er því meira en í forveranum. Innanrými bílsins er sérlega vel hannað og vandað og tæknin í bílnum er byltingakennd fyrir bíl í þessum stærðarflokki. A-Class er orðin hátæknivæddur eins og stærri lúxusbílar Mercedes-Benz, E-Class og flaggskipið S-Class. A-Class er nú m.a. kominn með hinu magnaða Intelligent Drive sem er í S-Class bílnum og veitir ökumanni og farþegum mikil þægindi í akstrinum. Innanrýmið svipar til stærri lúxusbíla Mercedes-Benz með stórum og breiðum skjá. Þá er bíllinn með hinu nýja og háþróaða raddstýringarbúnaði Hey Mercedes sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hyggst setja í alla nýja bíla sína á næstunni. Tvær vélar verða í boði í hinum nýja A-Class til að byrja með. Annars vegar A 180d með 116 hestafla dísilvél sem er 10,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Togið er 260 Nm og eyðslan er frá 4,1 l/100 km. Hins vegar er A 200 með 163 hestafla bensínvél en hann er 8 sekúndur í hundraðið. Togið er 250 Nm og eyðslan er frá 5,1 l/100 km. Innan skammst kemur síðan A 250 sem er talsvert aflmeiri bíll. A-Class kemur einnig í AMG útfærslu en það verður þó ekki fyrr en um næstu áramót.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent