Nýr formaður Skotvís: Veiðar og náttúruvernd ekki andstæðir pólar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sem dæmi um fyrirkomulag sem gefist hefur vel nefnir Áki Ármann Jónsson hreindýraveiðar í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/stefán Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira