Hefðir í rótgrónum skólum: "Morgunsöngur, uppstoppuð dýr og menningarverðmæti“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:00 Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira