Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 13:15 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Samsett mynd Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir hugmyndir Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, um stórtæka byggingu íbúða í Örfirisey. Dagur sagði það misskilning að meirihlutinn í borginni talaði fyrir þéttingu byggðar í öllum tilvikum. Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. Eitt stykki Garðabær og Álftanes í ÖrfiriseyDagur og Eyþór tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Húsnæðis-, samgöngu- og skólamál voru í öndvegi en báðir gagnrýndu þeir stefnu hins í málaflokkunum harðlega. Í seinni hluta þáttarins ræddu Dagur og Eyþór sérstaklega hugmyndir þess síðarnefnda um umfangsmikla uppbyggingu í Örfirisey. Dagur sagði þau áform ekki raunhæf. „Eyþór talar um að þar megi byggja 10-15 þúsund manna hverfi. Bara til þess að setja það í samhengi, hann er semsagt að tala um eitt stykki Garðabæ og Álftanes út í Örfirisey,“ sagði Dagur og benti á að umferð út í byggðina myndi m.a. fara um Hringbraut og Mýrargötu, sem væri ekki vænlegur kostur.Hugmynd um byggð í Örfirisey hafi auk þess fallið um sjálfa sig vegna þeirrar viðleitni að standa vörð um blómlega uppbyggingu sem er nú að þróast úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá sé misskilningur að meirihlutinn vilji þétta byggð út um allt. „Ef útþenslustefnan hans er ögrun og árás á lífskjör fólksins í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þá er þetta í raun einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt,“ sagði Dagur.Miðaði við úttektir Eyþór sagði þá að sér þætti sérstakt að Dagur tali gegn stefnunni sem hann hefur boðað í borgarpólitíkinni undanfarin ár en Dagur hefur, eins og áður sagði, verið ötull talsmaður þéttingar byggðar í Reykjavík. „Þegar ég tala um að það sé mögulegt að byggja 10-15 þúsund íbúðir þá er það bara miðað við þær úttektir sem hafa verið gerðar,“ sagði Eyþór. Þá benti hann á að sú ákvörðun um að setja Geirsgötu ekki í stokk gæti leitt til þess að ekki verði hægt að byggja eins mikið í Örfirisey og upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir.3000 íbúðir í hönnun fyrir kosningarHúsnæðismarkaðurinn var auk þess til umræðu í þættinum en Eyþór sagði ástandið í Reykjavík ekki hafa lagast þrátt fyrir endurtekin loforð meirihlutans um breytingar. Þá sagði hann Reykvíkingar flýja borgina og leita í önnur sveitarfélög, þar sem þjónusta væri betri samkvæmt könnunum. Dagur sagði borgina aftur á móti vera á fleygiferð og benti á að hún hafi verið hástökkvari í úttekt Economist á borgum. Þá benti Dagur á að siðustu ár hafi verið byggt með félagslegum áherslum, en ekki áherslum á frjálsan markað eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft að leiðarljósi, og nú sé áætlað að 3000 íbúðir verði komnar í hönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Eyþór gekk þá hart að Degi og spurði hversu margar af íbúðunum í málefnasamningi borgarstjórnar væru fullbyggðar. Dagur kvaðst myndu leggja fram það yfirlit í vor og ítrekaði að í málefnasamningi hefði verið talað um íbúðir sem byrjað væri að hanna en ekki fullbyggðar.Viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, má hlusta á í heild í spilurum í fréttinni hér að ofan. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28 Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54 Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir hugmyndir Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, um stórtæka byggingu íbúða í Örfirisey. Dagur sagði það misskilning að meirihlutinn í borginni talaði fyrir þéttingu byggðar í öllum tilvikum. Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. Eitt stykki Garðabær og Álftanes í ÖrfiriseyDagur og Eyþór tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Húsnæðis-, samgöngu- og skólamál voru í öndvegi en báðir gagnrýndu þeir stefnu hins í málaflokkunum harðlega. Í seinni hluta þáttarins ræddu Dagur og Eyþór sérstaklega hugmyndir þess síðarnefnda um umfangsmikla uppbyggingu í Örfirisey. Dagur sagði þau áform ekki raunhæf. „Eyþór talar um að þar megi byggja 10-15 þúsund manna hverfi. Bara til þess að setja það í samhengi, hann er semsagt að tala um eitt stykki Garðabæ og Álftanes út í Örfirisey,“ sagði Dagur og benti á að umferð út í byggðina myndi m.a. fara um Hringbraut og Mýrargötu, sem væri ekki vænlegur kostur.Hugmynd um byggð í Örfirisey hafi auk þess fallið um sjálfa sig vegna þeirrar viðleitni að standa vörð um blómlega uppbyggingu sem er nú að þróast úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá sé misskilningur að meirihlutinn vilji þétta byggð út um allt. „Ef útþenslustefnan hans er ögrun og árás á lífskjör fólksins í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þá er þetta í raun einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt,“ sagði Dagur.Miðaði við úttektir Eyþór sagði þá að sér þætti sérstakt að Dagur tali gegn stefnunni sem hann hefur boðað í borgarpólitíkinni undanfarin ár en Dagur hefur, eins og áður sagði, verið ötull talsmaður þéttingar byggðar í Reykjavík. „Þegar ég tala um að það sé mögulegt að byggja 10-15 þúsund íbúðir þá er það bara miðað við þær úttektir sem hafa verið gerðar,“ sagði Eyþór. Þá benti hann á að sú ákvörðun um að setja Geirsgötu ekki í stokk gæti leitt til þess að ekki verði hægt að byggja eins mikið í Örfirisey og upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir.3000 íbúðir í hönnun fyrir kosningarHúsnæðismarkaðurinn var auk þess til umræðu í þættinum en Eyþór sagði ástandið í Reykjavík ekki hafa lagast þrátt fyrir endurtekin loforð meirihlutans um breytingar. Þá sagði hann Reykvíkingar flýja borgina og leita í önnur sveitarfélög, þar sem þjónusta væri betri samkvæmt könnunum. Dagur sagði borgina aftur á móti vera á fleygiferð og benti á að hún hafi verið hástökkvari í úttekt Economist á borgum. Þá benti Dagur á að siðustu ár hafi verið byggt með félagslegum áherslum, en ekki áherslum á frjálsan markað eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft að leiðarljósi, og nú sé áætlað að 3000 íbúðir verði komnar í hönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Eyþór gekk þá hart að Degi og spurði hversu margar af íbúðunum í málefnasamningi borgarstjórnar væru fullbyggðar. Dagur kvaðst myndu leggja fram það yfirlit í vor og ítrekaði að í málefnasamningi hefði verið talað um íbúðir sem byrjað væri að hanna en ekki fullbyggðar.Viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, má hlusta á í heild í spilurum í fréttinni hér að ofan.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28 Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54 Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28
Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00