Setti saman lagalista á Spotify í tilefni af tuttugu ára höfundarafmæli Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2018 17:27 Einar Bárðarson Vísir/GVA Tónskáldið Einar Bárðarson hefur tekið saman lista yfir sína helstu smelli í tilefni af því að í vor verða tuttugu ár frá því fyrsta lagið sem hann samdi fór í fyrsta sæti íslenska vinsældarlistans. Um er að ræða lagið Farin með Skítamóral en Einar hefur sett öll lögin sem hann hefur samið saman í einn lagalista á streymisveitunnni Smellir og skellir í tuttugu ár. Þar eru að finna ansi mörg lög sem Íslendingar kannast við. Á meðal laga sem hann hefur samið fyrir félaga sína í Skítamóral, en bróðir Einars, Arngrímur Fannar Haraldsson, ser í þeirri hljómsveiti, má nefna Myndir, Ennþá, Silicon, Heima og Hvers vegna? Hann samdi einnig jólalagið Handa þér sem félagarnir úr Skítamóral, þeir Gunnar Ólason og Einar Ágúst Víðisson sem syngja. Einar á eitt Eurovision-framlag að baki en það er lagið Angel sem Two Tricky fluttu fyrir hönd Íslands í Parken í Kaupmannahöfn árið 2001. Lagið fékk aðeins þrjú stig í heildina, eitt frá Noregi og tvö frá Danmörku, og hafnaði í 23. sæti ásamt Noregi sem fékk þrjú stig frá Portúgal það árið. Hann samdi jafnframt lögin Spenntur, Keyrðu mig heim, Éra Springa og Strokleður fyrir hljómsveitina Á móti sól. Einar var um tíma umboðsmaður stúlknasveitarinnar Nylon sem hann setti saman en hann var ansi duglegur að semja fyrir þær þar sem hann naut dyggrar aðstoðar tónlistarmannsins Friðriks Karlssonar. Um er að ræða þrettán lög en stærstu smellirnir eru Síðasta sumar, Bara í nótt, Allstaðar og Fimm á Richter. Einar var sömuleiðis umboðsmaður tenórsins Garðars Thor Cortes og samdi fyrir hann lögin Bæn og Lontano ásamt Friðriki Karlssyni. Hann útilokar ekki að setjast við tónsmíðar í tilefni af þessum tímamótum. „Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað þetta eru mörg lög .. já og svo er margt af þessu bara alveg ágætt,“ segir Einar í færslu sem hann ritað á Facebook í tilefni af þessum tímamótum. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Tónskáldið Einar Bárðarson hefur tekið saman lista yfir sína helstu smelli í tilefni af því að í vor verða tuttugu ár frá því fyrsta lagið sem hann samdi fór í fyrsta sæti íslenska vinsældarlistans. Um er að ræða lagið Farin með Skítamóral en Einar hefur sett öll lögin sem hann hefur samið saman í einn lagalista á streymisveitunnni Smellir og skellir í tuttugu ár. Þar eru að finna ansi mörg lög sem Íslendingar kannast við. Á meðal laga sem hann hefur samið fyrir félaga sína í Skítamóral, en bróðir Einars, Arngrímur Fannar Haraldsson, ser í þeirri hljómsveiti, má nefna Myndir, Ennþá, Silicon, Heima og Hvers vegna? Hann samdi einnig jólalagið Handa þér sem félagarnir úr Skítamóral, þeir Gunnar Ólason og Einar Ágúst Víðisson sem syngja. Einar á eitt Eurovision-framlag að baki en það er lagið Angel sem Two Tricky fluttu fyrir hönd Íslands í Parken í Kaupmannahöfn árið 2001. Lagið fékk aðeins þrjú stig í heildina, eitt frá Noregi og tvö frá Danmörku, og hafnaði í 23. sæti ásamt Noregi sem fékk þrjú stig frá Portúgal það árið. Hann samdi jafnframt lögin Spenntur, Keyrðu mig heim, Éra Springa og Strokleður fyrir hljómsveitina Á móti sól. Einar var um tíma umboðsmaður stúlknasveitarinnar Nylon sem hann setti saman en hann var ansi duglegur að semja fyrir þær þar sem hann naut dyggrar aðstoðar tónlistarmannsins Friðriks Karlssonar. Um er að ræða þrettán lög en stærstu smellirnir eru Síðasta sumar, Bara í nótt, Allstaðar og Fimm á Richter. Einar var sömuleiðis umboðsmaður tenórsins Garðars Thor Cortes og samdi fyrir hann lögin Bæn og Lontano ásamt Friðriki Karlssyni. Hann útilokar ekki að setjast við tónsmíðar í tilefni af þessum tímamótum. „Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað þetta eru mörg lög .. já og svo er margt af þessu bara alveg ágætt,“ segir Einar í færslu sem hann ritað á Facebook í tilefni af þessum tímamótum.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira