Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 13:11 Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42