Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 18:41 Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur. Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur.
Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41