Aron Can semur við Sony Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Það er ekki leiðinlegt hjá Aroni Can þessa dagana. Vinsælasti tónlistarmaður landsins á síðasta ári og núna samningur við plöturisann Sony. Fréttablaðið/Eyþór Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við eitt stærsta plötufyrirtæki heimsins, Sony Music. Eftir samningaviðræður við fyrirtækið voru tveir útsendarar frá skrifstofu þess í Danmörku sendir til landsins með plögg fyrir rapparann unga að skrifa undir, sem hann og gerði. Sony mun annast dreifingu á efni hans um heiminn og er það vel fyrir Aron enda þrautreynt fólk við stjórnvölinn hjá Sony, fyrirtækið hefur enda starfað í ein 89 ár. Listamenn sem Sony hefur gefið út eru til að mynda sjálf Beyoncé, Bob Dylan, Justin Timberlake og fjöldinn allur af öðrum gríðarlega frægum tónlistarmönnum. Það er ekki beint leiðinlegur félagsskapur sem Aron er kominn í.Hvernig er tilfinningin, Aron? „Geggjuð. Þetta er alveg geðveikt skref og klárlega eitthvað sem er mjög gott fyrir okkur. Það er ekki spurning að þetta opnar fyrir okkur margar dyr. Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess.“Föstudagurinn var góður hjá Aroni og Sony-liðar mættu með kampavín.Þú hefur kannski verið að plana að fara út alveg frá byrjun? „Kannski ekki alveg frá byrjun, en maður sá hvernig hlutirnir þróuðust hjá okkur og hvað allt gekk hratt. Við kláruðum í raun allt á ári – það er ekkert það mikið eftir. Ég fór bara að pæla í hvort við vildum ekki eitthvað meira, því að við erum hungraðir.“Hefurðu fundið fyrir miklum áhuga að utan? „Já, ég hef fengið tilboð um að spila á Norðurlöndunum. Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að. Eitthvert fólk sem skilur ekkert hvað ég er að segja en nær samt að „væba“.“ Aðspurður hvort ný útgáfa sé á leiðinni segir hann dularfullur: „Já?… bráðum.“ Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við eitt stærsta plötufyrirtæki heimsins, Sony Music. Eftir samningaviðræður við fyrirtækið voru tveir útsendarar frá skrifstofu þess í Danmörku sendir til landsins með plögg fyrir rapparann unga að skrifa undir, sem hann og gerði. Sony mun annast dreifingu á efni hans um heiminn og er það vel fyrir Aron enda þrautreynt fólk við stjórnvölinn hjá Sony, fyrirtækið hefur enda starfað í ein 89 ár. Listamenn sem Sony hefur gefið út eru til að mynda sjálf Beyoncé, Bob Dylan, Justin Timberlake og fjöldinn allur af öðrum gríðarlega frægum tónlistarmönnum. Það er ekki beint leiðinlegur félagsskapur sem Aron er kominn í.Hvernig er tilfinningin, Aron? „Geggjuð. Þetta er alveg geðveikt skref og klárlega eitthvað sem er mjög gott fyrir okkur. Það er ekki spurning að þetta opnar fyrir okkur margar dyr. Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess.“Föstudagurinn var góður hjá Aroni og Sony-liðar mættu með kampavín.Þú hefur kannski verið að plana að fara út alveg frá byrjun? „Kannski ekki alveg frá byrjun, en maður sá hvernig hlutirnir þróuðust hjá okkur og hvað allt gekk hratt. Við kláruðum í raun allt á ári – það er ekkert það mikið eftir. Ég fór bara að pæla í hvort við vildum ekki eitthvað meira, því að við erum hungraðir.“Hefurðu fundið fyrir miklum áhuga að utan? „Já, ég hef fengið tilboð um að spila á Norðurlöndunum. Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að. Eitthvert fólk sem skilur ekkert hvað ég er að segja en nær samt að „væba“.“ Aðspurður hvort ný útgáfa sé á leiðinni segir hann dularfullur: „Já?… bráðum.“
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira